Námskeiðin eru haldin í húsi Tjarnarbíós við tjörnina í Reykjavík. Góð aðstaða er í húsinu og næg bílastæði allt í kring, meðal annars í bílastæðahúsi Ráðhússins.

Upplýsingar af heimasíðu Tjarnarbíós:

Tjarnarbíó er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 1913 og var starfrækt sem íshús til ársins 1942 þegar því var breytt í kvikmyndahús. Árið 1995 tók Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) við rekstri Tjarnarbíós af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og hefur rekið húsið síðastliðin ellefu ár fyrir Reykjavíkurborg. Húsnæðið hefur verið leigt út fyrir alls kyns starfsemi. Aðallega til atvinnuleikhópa en líka áhugaleikhópa, menntaskóla, nemendasýninga, til tónleikahalds og kvikmyndasýninga.

Sjálfstæðu leikhúsin reka Tjarnarbíó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. SL hefur falið Menningarfélagi Tjarnarbíós (MTB) rekstur húsnæðisins fyrir sína hönd.

Tjarnarbíó opnaði aftur eftir endurbætur Reykjavíkurborgar 1. október 2010.
Tjarnarbíó er staðsett við Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík. Það er beint á móti Ráðhúsi Reykjavíkur, við Tjörnina.

Upplýsingar um Tjarnabíó og dagskránna sem þar er að finna eru á heimasíðunni www.tjarnarbio.is