Haustnámskeið að Sólheimum
Eins dags verklegt grunnnámskeið

Laugardaginn 28. september 2019 bjóðum við upp á eins dags verklegt grunnnámskeið haldið í stórkostlegu umhverfi Sólheima í Grímsnesi.

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á grunnatriðum ljósmyndatækninnar og líka fyrir þá sem þegar hafa lokið grunnnámskeiði og vilja rifja upp.

Farið er í öll helstu atriðin :
Ljósop, hraða, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpu, ljósmælingu, mynduppbyggingu og margt fleira.

Námskeiðið byggir á fyrirlestri og verklegum æfingum.
Grunnatriði í ljósmyndatækni, stilling og meðferð myndavélarinnar eru kennd á verklegan hátt. 

Við förum út að mynda saman og skoðum svo árangurinn. Við lærum best með því að gera hlutina.

Sólheimar_Ljósmyndari_COLOR_WEB_200x290

Næsta verklega grunnnámskeið að Sólheimum :

  • 28. september 2019

Námskeiðsgjaldið er 24.000 kr.
Mörg stéttarfélög taka þátt í gjaldinu, athugaðu hjá þínu félagi.
Lágmarks fjöldi þátttakenda er 7

Námskeiðið er kennt frá klukkan 11 – 16.
Innifalið í námskeiðinu eru námskeiðsgögn, kaffi og súpa í hádeginu.

Sólheimar eru í um 75 mín. fjarlægð frá Reykjavík.

Frekari upplýsingar og skráning hér.

 

_DSC8643
_DSC8819 1
_DSC8823 1
_DSC8834 1
_DSC8837 1
_DSC8847 1
_DSC8850 1
_DSC8862
_DSC8874 2
_DSC8667 2

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 – 1974). Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru.

 Á heimasíðu Sólheimar er hægt að fá frekari upplýsingar.

 

Hér er kort af Sólheimum

Get Directions