Eins dags verklegt grunnnámskeið

Á sumrin hafa verið í boði eins dags verkleg grunnnámskeið haldin í stórkostlegu umhverfi Sólheima í Grímsnesi.

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á grunnatriðum ljósmyndatækninnar og líka fyrir þá sem þegar hafa lokið grunnnámskeiði og vilja rifja upp.

Námskeiðið byggir á fyrirlestri og verklegum æfingum.
Grunnatriðin í ljósmyndatækni, stilling og meðferð myndavélarinnar eru kennd á verklegan hátt í stórkostlegu umhverfi.

Farið er í öll helstu atriði ljósmyndatækninnar : Ljósop, hraða, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpu, ljósmælingu, mynduppbyggingu og margt fleira.

Við förum út að mynda saman og skoðum svo árangurinn. Við lærum best með því að gera hlutina.

Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum notendum á stafrænum spegilmyndavélum eða myndavélum með sambærilega möguleika. Spegilmyndavélar eða DSLR myndavélar eru til dæmis Canon Eos 750D, Eos 70D, Nikon D5300, D3200, Panasonic, Olyumpus eða sambærilegar vélar.

 

Sólheimar_Ljósmyndari_COLOR_WEB_200x290

Næsta verklega grunnnámskeið að Sólheimum :

  • Dagsetningarnar verða auglýstar þegar nær dregur sumri.

Námskeiðsgjaldið er 24.000 kr.
Mörg stéttarfélög taka þátt í gjaldinu, athugaðu hjá þínu félagi.

Námskeiðið er kennt frá klukkan 10 – 16.
Innifalið í námskeiðinu eru námskeiðsgögn, kaffi og matur í
hádeginu í Grænu könnunni kaffihúsinu á Sólheimum.

 

Sólheimar eru í um 75 mín. fjarlægð frá Reykjavík.

 

Frekari upplýsingar og skráning hér.


 

 

 

_DSC8643
_DSC8819 1
_DSC8823 1
_DSC8834 1
_DSC8837 1
_DSC8847 1
_DSC8850 1
_DSC8862
_DSC8874 2
Solheimar_leirgerd_MG_1289
_DSC8667 2
Sunna_DSC3091
_MG_5239

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 – 1974). Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru.

 Á heimasíðu Sólheimar er hægt að fá frekari upplýsingar.

 

Hér er kort af Sólheimum