Grunnnámskeið í stafrænni ljósmyndun
Nú enn verklegra en áður!

Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum notendum á stafrænum myndavélum. Miðað er við að myndavélarnar séu með mikla stillimöguleika og helst skiptanelgum linsum. Þetta eru til dæmis spegilmyndavélar eða DSLR myndavélar svo sem Canon Eos 600D, Eos 60D, Nikon D5100, D3200, Olympus, Fuji, Panoasonic eða sambærilegar vélar.

Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarks gæðum úr myndavélinni.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á grunnatriðum ljósmyndunar.

Meðal annars er farið í:

 • Stillingar á myndavélinni
 • Virkni takka
 • Menu
 • Grunnatriðin í ljósmyndatækni:
  • Ljósop
  • Hraða
  • Iso
  • Hvítjöfnun (WB) og margt fleira
 • Skráarsnið og RAW skrár (hráfæla)
 • Dýptarskerpu
 • Ljósmælingu
 • Grunnatriðin í flass notkun
 • Myndbyggingu
 • og margt fleira
 • Verklegar æfingar

Námskeiðið er 3 kvöld. Kennt frá klukkan 18:30 til 21:30

ATH – Mikið er lagt upp úr því að sinna öllum þátttakendum vel og því er takmarkaður fjöldi þátttakenda á námskeiðinu.

Næsta námskeið :

 • 1. 6. & 7. febrúar 2017  (Fullbókað).
 • 28. mars 3. & 5. apríl 2017  (skráning hafin).

 

Námskeiðið kostar 26.000.- Kr.
ATH –
Mörg stéttarfélög greiða hluta af námskeiðinu.

TB_logo_ok_W200px

Námskeiðið er kennt í Tjarnarbíó í miðbæ Reykjavíkur

 

 

 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða til að skrá þig.